Orðabanki
Orðasafnasafn, safn orðasafna, er leitarviðmót fyrir íslenska orðabanka.
Viðmótið gerir leit handhæga frá einum stað í þeim mörgu opnu orðabönkum sem eru hýstir á vefjum stofnana. Hönnun viðmótsins hentar jafnt fyrir borðtölvu- sem snjallsímaskjái og því aðgengilegt við sem flestar aðstæður.
Á vefnum: http://oss.nemur.net
Fyrir Android á Google Play store
Orðasafnasafn er gæluverkefni Björns Þórs Jónssonar og spratt fyrst og fremst af eigin löngun til að hafa svona tól við hendina og vonandi reynist þetta fleirum gagnlegt og til þess fallið að opna enn frekar aðgengi að þeim upplýsngum sem orðabankarnir geyma.